11. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. nóvember 2023 kl. 13:00


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 13:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:00
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Bjarni Jónsson, Jakob Frímann Magnússon, Jón Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2023. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 383. mál - ákvörðun nr. 190/2022 um breytingar á XI. viðauka við EES-samninginn o.fl. Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir, Ingólfur Friðriksson og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Helga Hauksdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, Hugi Ólafsson og Lára Kristín Traustadóttir frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, og Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Kynning á Evrópumálum Kl. 13:23
Gestir voru Ragnar G. Kristjánsson, Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 484. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024--2028 Kl. 13:57
Gestir voru Davíð Bjarnason, Þórarinna Söebech, Benedikt Höskuldsson og Gunnlaug Guðmundsdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Diljá Mist Einarsdóttir var valinn framsögumaður málsins og ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Önnur mál Kl. 14:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:34